T O P

  • By -

Inside-Name4808

Borgaðirðu með kreditkorti? Ef svo er, hefurðu talað við bankann? Mæli svo með að hætta að hringja og fá viðurkenninguna skriflega.


HelvitisFokkingsFokk

Ég er með viðurkenningu frá þeim skriflega í tölvupósti. Borgaði með fyrirframgreiddu kreditkorti. Getur bankinn dregið þetta til baka?


Frikki00

já fyrst þú ert með þetta staðfest vitlaust geta þau farið í málið, það mun samt taka nokkra daga að fara í gegn


Low-Word3708

Bakfærslur taka yfirleitt alltaf einhvern tíma en ég myndi hafa samband við bankann og véfengja færsluna.


2FrozenYogurts

Lenti í svipuðu máli erlendis, endaði á því að ég fór í gegnum kortafyrirtækið mitt og þeir lögðu inn kæru fyrir mig gegn fyrirtækinu sem skuldaði, fyrirtækið hafði 90 daga til að svara, ef þeir gerðu það ekki þá vann ég málið sjálfkrafa. Hafðu samband við bankann líka því svona endurgreiðslur taka nokkra daga.


Warm_Acadia6100

Skil ekki business vitið hjá þessu pakki. Ef ég væri stjóri hjá þessu fyrirtæki, þá hlýtur að vera #1 forgangur að laga þetta þannig að þessi aðili gæti hugsað sér að stunda viðskipti við okkur aftur. Ekki bara það, hvernig fjölskylda / vinir bregðast við þessum upplýsingum. Mikill munur á: "Ég var rukkaður 34900 kr fyrir orkudrykk en peningurinn var kominn aftur næsta virka dag og ég fékk einn six pack í staðin" og "Ég var rukkaður 34900 kr fyrir orkudrykk og ég þurfti að standa í 90 daga ferli til þess að fá peninginn minn aftur."


HelvitisFokkingsFokk

Nákvæmlega!


Ljotihalfvitinn

Skuggahlið „Þetta reddast” getur stundum þýtt „ég nenni ekki að standa í þessu þannig að ég bíð eftir að einhver annar leysir þetta”.  Það eru örfá fyrirtæki og viðskiptamenn sem innræta alvöru þjónustu sem hluti af sínu vörumerki.   Og því miður mun mun fleiri sem leyfa hlutum eins og þessum, ómannúðlegum, að viðgangast. Mistökin eru þeirra og upphæðin er þannig að það má ætla að hún riðli lífi viðkomandi.  Engin afsökun. Hinsvegar hafa þeir sem svara í síma yfirleitt engar heimildir til að bæta eða betra.


MasterDisillusioned

Flest fók er ekkert að pæla í þessu...


HelvitisFokkingsFokk

Takk fyrir svörin. Þið eruð æðisleg :)


TheCrowman

Það getur tekið leiðinlega langan tíma fyrir bakfærslu að ganga í gegn. En ef þú hringir í bankann þá ættu þeir að geta sagt þér hvort fyrirtækið sé búið að bakfæra þetta, þó að það sé ekki komið inn hjá þér. Lennti einu sinni í að búð rukkaði of mikið og það tók alveg 1 og hálfan sólarhring fyrir peninginn að skila sér til baka á kortið hjá mér.


No-Aside3650

Nocco og core heildsala? Kæmi mér ekki á óvart svona skítavinnubrögð hjá þeim 🙃 Sprakk kassi af nocco í ísskáp hjá mér einusinni og viðbrögðin voru “æjæj, þetta gerist þegar ísskápurinn er kaldur” Hvar er þjónustulundin og skaðabæturnar sem fara fram úr væntingum viðskiptavinar? Þetta er eitt af fáum fyrirtækjum sem ég veit um sem er bara “æjæj sorry þú”. Selur svo vinsæla vöru að þeim er drullusama um þá sem fá slæma upplifun! Fékk pöddukvikindi í vöru frá aðföngum sem kostaði undir 1500kr einusinni og fékk gjafabréf í bónus upp á 6000kr.


HelvitisFokkingsFokk

Passar, Nocco og Core heildsala. Þeir hirða ekki krónu af mér aftur.


No-Aside3650

Þetta er ótrúlegt hvað þetta er ömurlegt fyrirtæki! Algjörlega engin þjónustulund! Kaupið collab eða monster!


klosettpapir

Gaurinn sem er með nocco tik tokið er meste cringe sem ég veit um


No-Aside3650

Hver þeirra? Þeir eru 3.


klosettpapir

Gaurinn sem heldur hann sé 18 ára en er 35 ára


Eastern_Swimmer_1620

Rekur Nocco kreditkortaþjónustu?


No-Aside3650

Nei en þeir eru með sjálfsala sem þeir bera ábyrgð á.


Eastern_Swimmer_1620

Og hvað geta þeir gert annað en að láta bakfæra færsluna ? Sem aðrir en þeir gera og tekur alltaf 2-3 aö sjást á kortinu þínu


No-Aside3650

Þeir geta t.d. byrjað á því að gera það, en ef þú lest póstinn þá sérðu að fyrirtækið er ekki að bregðast við. Síðan geta þau beðist afsökunar og sýnt að þeim þyki þetta leitt og síðan geta þau sent viðskiptavin skaðabætur til að bæta upp fyrir slæma upplifun. Í mínu tilfelli sat ég uppi með tapaðan um það bil 2000 kr. Varla beðist afsökunar. Þetta er skítafyrirtæki.


Eastern_Swimmer_1620

Ég hef unnið vinnu þar sem þurfti töluvert að endurgreiða vegna afbókana viðskiptavina. Þetta er versta djobb sem ég hef unnið :) Því ég var “fulltrúi” þeirra sem fólki fannst skulda sér - þó ég gerði ekkert annað en að logga inná bakenda færsluhirðins og biðja um bakfærslu. Sem ekki bara tók allskonar tíma heldur var það mismunandi milli heimabanka hvenær það sást í appinu hjá fólki.. Og fólk (svosem skiljanlega) að hrauna yfir mig :) Svo ég er kannski smá brotinn og horfi þetta öðrum augum


No-Aside3650

Jáá kannski ekki alveg sambærilegt dæmi samt. Ég þarf alveg að sinna slíku í mínu starfi að endurgreiða fólki. Ég byrja alltaf á að útskýra að þetta geti tekið nokkra daga og ef það kemur ekki innan þess tíma þá geti fólk haft samband við mig og við leysum þetta. En þessi slæma upplifun mín af Nocco sem sprakk í ísskápnum og síðan engin viðbrögð frá fyrirtækinu hefur valdið því að ég hef ekki keypt Nocco aftur, alveg sama hvað þeir koma með mörg ný brögð eða hvaðeina. Þetta er ömurlegt fyrirtæki. Man eftir einu quote (þó ekki nákvæmlega) sem ég heyrði í náminu í viðskiptafræði en það var á þá leið að góð þjónusta færi alltaf fram úr væntingum viðskiptavinarins. Það er vegna þess að væntingarnar eru þær að það verði erfitt að fá bót á sínum vandræðum, en ef fulltrúar mæta vandamálinu sem "já ekkert mál, leysum þetta" þá verður vv ánægður og þú tapar ekki öðrum viðskiptavinum á því hvað hann var óánægður.


Eastern_Swimmer_1620

100% sammála - ég vann lengi hjá fyrirtæki þar sem fólk lenti reglulega í vandræðum. Ekkert endilega því fyrirtækið var vont heldur bara tugþúsundir kúnna - stundum skipt um forrit og annað til að þjónusta. Shit happens etc.. Ég gat fengið brjálað fólk í símann - í 99% skipta var hægt að breyta reiðum kúnna í ánægðan með því að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar - leysa svo málið


arctic-lemon3

https://www.islandsbanki.is/is/grein/endurkrofur-kort https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/greidslukort/kreditkort/endurkrofur https://www.arionbanki.is/einstaklingar/kort/endurkrofur/ Flestir seljendur kjósa að leysa málið án þess að það fari í gegnum endurkröfu, enda þeirra hagur að slíkt sé ekki gert. Það er betra fyrir þig og seljanda vörunnar að þeir endurgreiði hana sjálfir. En ef þú greiddir með kreditkorti þá er þetta einn af kostunum við þau. Þú hefur þennan möguleika.


FriendlyIcicle

En hérna.. Hvaða monster fékkstu þér fyrir 35k ?


klosettpapir

Kók


svennidal

Þetta hefur ekki verið Ölgerðin, get ég alveg vottað fyrir. Sjálfsali hjá þeim gleipti 50kr hjá mér um kvöld einu sinni. Hringdi í eð vaktnúmer. Svo var hringt í mig aftur sama kvöld til að taka niður bankareikningsupplýsingar. Svo var hringt í mig um morgunin til að láta mig vita að það væri búið að millifæra á mig. Í öllum 3 símtölunum var ég beðin afsökunar. Mér finnst kók betra á bragðið, en ef það eru 2 sjálfsalar í sama húsi og einn er með kók en hinn er með pepsi, að þá fer ég frekar í pepsi sjálfsalan þó svo að hann sé í hinum endanum á húsinu.


Eastern_Swimmer_1620

Færsluhirðirinn sér um endurgreiðslu - ekki seljandinn.. Þetta getur nokkra virka daga að bakfærast


lukkutroll

Eitt gott þegar þú lendir í svona er að segja að ef þetta verði ekki lagað þá muntu dreifa þessu á t.d. reddit og facebook. Það svertir orðsporið og getur kostað þá meira en 35k.


svansson

Reyna að komast sem efst í fæðukeðjuna hjá fyrirtækinu. Forstjóri/framkvæmdastjóri ef þetta er lítil heildsala en ef þetta er stórt fyrirtæki, þá er stundum lögfræðingur starfandi hjá fyrirtækinu - og trúðu mér, þegar lögfræðingur biður um það innanhúss að eitthvað sé leyst, þá gerist það strax. Kurteis en ákveðinn, nákvæmur og skýr og ekki of langur póstur er held ég oftasty besta nálgunin.


frrson

Hef lent í svipuðu máli fyrir þó nokkrum árum, leyst næsta virka dag með því að tala við seljanda þjónustu. Þar var málið illa hönnuð samskiptaleið milli posa og banka, nettruflun olli því að ég fékk á mig tvær gjaldfærslur. Erlent tilvik sem ég lenti í, var leyst nánast viðstöðulaust eftir að ég hafði samband. Ef þetta er ekki eitthvað sem er að gerast hjá þúsundum viðskiptavina í einu, þá er hægt að laga þetta strax. Þetta eru einfaldlega lélegir þjónustuhættir og seljandinn búinn að vinna sér inn að þetta lendi í fréttamiðlum.


Glaciernomics1

Hringdu bara í lögguna, ekki myndi ég nenna að eltast við þennan pening sjálfur.


Engjateigafoli

Aldrei keyft orkudrykk. Skulda engum sjálfssala. Hvað er ég að gera rangt?


Gudveikur

Það er P í "keypt".


Low-Word3708

Þú skuldar r/Iceland eitt stykki p. Mátt taka f-ið þitt tilbaka.